Kaldur tandoori kjúklingur

Veitingar

Fékk kaldan tandoori kjúkling í gær á nýjum matstað, Tandoori í Skeifunni 11. Nafnið kemur frá indverskum leirofni, sem líkist leirkrukku og eldar matinn við 400 gráður. Kryddið er blanda af jógúrt, chili og cayenne og gerir kjötið rautt. Rétturinn kostar aðeins 1590 krónur. Skárri en slíkur kjúklingur á Saffran á sama verði. En mun lakari en sami réttur á Austur-Indíafélaginu, þar sem hann kostar 3295 krónur. Þar kemur maturinn snarkandi á borð, en hér var hann hreinlega kaldur. Hefði átt að mótmæla, hefði átt að standa upp og fara annað, þetta var peningasóun. Biðjið um matinn heitan.