Nýjasta trikk þjófaflokka er að rukka fyrir aðgang að útsýni, sem samkvæmt lögum á að vera ókeypis eins og sjálft andrúmsloftið. Við höfum því miður ríkisstjórn, sem lítur með velþóknun á, að einkaaðilar sölsi undir sig almannarétt. Hluti af tilraun þeirra við að brjóta niður ríki samhjálpar og velferðar. Annar hluti er efling tangarhalds kvótagreifa á þjóðarauðlind hafsins. Segja það vera frjálshyggju og það eru þau trúarbrögð, sem urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fávísir kjósendur vissu ekki, hvað þeir voru að kalla yfir sig í fyrravor. Nú er kaldur veruleiki teboðsins öllum sýnilegur.