Kálfanes

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Hólmavík hringleið um Kálfanes til Hólmavíkur.

Förum frá Hólmavík. Á Vestfjarðavefnum er þessi leiðsögn: Gengið er frá enda Kópnesbrautar sem er innst í kauptúninu Hólmavík. Þar er upphaf gönguleiðarinnar. Fylgt er gamla þjóðveginum meðfram sjónum með Kálfanesborgir á vinstri hönd. Þegar komið er inn fyrir Höfða blasir bærinn Ós við og Ósáin. Gengið er upp með ánni og yfir þjóðveginn. Þar má sjá ummerki um áveitu í flóanum. Þaðan sést móta fyrir reiðgötu í hlíðinni fyrir ofan svonefnda Stakkamýri. Þeirri götu er fylgt að eyðibýlinu Kálfanesi og síðan áfram inn fyrir flugvöllinn. Lokaáfanginn er eftir þjóðveginum inn í kauptúnið aftur.

6,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Laxárdalsheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort