Frá þjóðvegi 60 við Kálfárgljúfur í Þorskafirði austanverðum um gjúfrið og Hjallaháls að þjóðvegi 60 við Prestlæk í Djúpafirði.
Kálfá heitir eftir Kálfi, sem Guðmundur Þórisson drap í gljúfrinu, svo sem segir í Gull-Þóris sögu.
Byrjum við þjóðveg 60 sunnan við Kálfárgljúfur. Förum upp með gljúfrinu sunnanverðu og komum að þjóðvegi 60 uppi á Hjallahálsi. Síðan til vestsuðvesturs rétt norðan þjóðvegarins um Hjallaháls. Sunnan við Vörðufell sveigir reiðleiðin til vesturs frá bílveginum og sameinast honum aftur við beygjuna hjá Prestlæk.
4,2 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Þorskafjarðarheiði, Hallsteinsnes.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort