Kallað á hjálp meintra óvina

Punktar

Þrjár þjóðir búa í landinu þessa dagana. Ein þjóðin hafnar að semja um frið við útlandið; vill ekki borga IccSave “einkafyrirtækis”. Önnur þjóðin vill reyna að gera betri friðarsamning við útlandið; vill borga minna í IceSave. Sú þriðja vill staðfesta friðarsamninginn, sem til er; vill fá frið til að taka lánsfé til framkvæmda. Þær fyrri tvær segja nei í þjóðaratkvæðinu og sú verður niðurstaða málsins. Svo verður þrautin þyngri að fá hötuð Norðurlönd og hataðan Alþjóða gjaldeyrissjóð og ofurhatað Evrópusamband til að bjarga málinu. Einhvern veginn telja sumir, að meintir óvinir vilji hjálpa okkur.