Veitingahús eru yfirleitt kaloríusprengjur. Maturinn er oft um 200 kaloríum þyngri en matur, sem ég elda heima úr sömu hráefnum. Sem þýðir, að ég þarf að gera sérstakar ráðstafanir dagana, sem ég borða úti. Þarf að ná þessum 200 kaloríum til baka í öðrum máltíðum dagsins. Ruglar fyrir mér skipulag dagsins. Má bara borða svo og svo margar kaloríur á dag til að þyngjast ekki. Veitingahús eru ekki sniðin að slíkum þörfum. Moka smjöri, rjóma, olíu í matinn, hlaða brauði á borð, skammta of stórt. Öllu þessu þarf að verjast til að halda óbreyttri þyngd. Af hverju er kaloríutalning ekki á matseðlum?