Kameljónið vann

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson vann afgerandi sigur í forsetakosningunum, hlaut yfir helming greiddra atkvæða. Fékk samt bara stuðning rúmlega þriðjungs þeirra, sem eru á kjörskrá. Þátttakan var svo lítil, aðeins um 70%. Allt var þetta fyrirsjáanlegt um miðja vikuna. Þeir, sem ákváðu sig á síðustu metrunum, greiddu atkvæði eins og hinir. Í fyrsta sinn í sögunni fékk mótframbjóðandi gegn forseta mikinn stuðning, Þóra með 34%. Ekki verður talað virðulegar um forsetann eftir úrslitin. Guðni Ágústsson kallaði þetta sigur kameljónsins í nótt, studdi þó flokkahlauparann og friðarspillinn. Ófriður verður áfram.