Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra gerði sitt bezta í frumvarpi til fjárlaga að rústa Landspítala og heilsugæzlustöðvum. Sjálfstæðismenn vilja, að einkaaðilar rísi upp af rústunum. Hann fékk þessu ekki ráðið, því alþingi tók fram fyrir hendur hans. Svo talar Kristján Þór eins og áform hans sjálfs hafi komið frá fyrri ríkisstjórn. Þar á meðal eru hærri gjöld og ný gjöld, sem fæla fátækt fólk frá heilsuþjónustu. Kristján Þór talar um, að rannsaka þurfi þessi gjöld, Eins og þau komi honum ekkert við. Segir þar á ofan, að kannski verði búið að skoða þau árið 2015. Hvíta kanínan í Undralandi Lísu.