Kannanir og kosningar

Punktar

Skoðanakannanir á miðju kjörtímabili hafa lítið forspárgildi um úrslit næstu kosninga. Eftir endasprett kosningabaráttu reynast úrslitin yfirleitt fela í sér minni sveiflu en lesa hafði mátt úr skoðanakönnunum. Þannig hefur Framsókn síðustu áratugina fengið meira fylgi í kosningum en könnunum. … Hins vegar segja skoðanakannanir okkur, hverjir eigi við vanda að glíma þá stundina og hverjir ríði öldufaldinn. Sagan segir okkur líka, að flokkar, sem hafa farið illa út úr könnunum, fá sjaldnast góða kosningu. Þeir tapa fylgi, en ekki eins miklu fylgi og kannanir höfðu áður gefið í skyn. … Þetta er kallað varnarsigur. Margir ruglast á varnarsigri og hefðbundnum sigri. …