Kansellí nútímans

Fjölmiðlun

Allir hópar fræðinga hafa sérstakt tungumál. Embættismenn notuðu kansellí-stíl áður fyrr. Læknar og lögmenn hafa sitt tungumál nú á dögum. Unglingar hafa sérmál. Alltaf eru menn að greina sig frá fjöldanum, varpa þoku á texta, svo að hann skiljist ekki fólki. Í fræðiritum nútímans má ekki segja: “Ég kannaði skoðanir Skagamanna á pólitík.” Í staðinn þarf að segja: “Framkvæmd var athugun á dreifingu skoðana íbúa Akraness á atriðum, sem varða afstöðu þeirra til stjórnmálaflokka.” Þetta er kansellí-stíll nútímans, textastíll, sem kemur úr háskólaritgerðum félagsvísindamanna.