Með frjálsri milliríkjaverzlun er raunverulega átt við kapphlaup láglaunafólks niður á botninn. Framleiðsla er flutt frá Bandaríkjunum. Vestrænar iðnaðarborgir deyja, nema í Þýzkalandi, þar sem nákvæmu örsmáhlutirnir eru smíðaðir. Þeir eru svo fluttir til Suðaustur-Asíu, aðallega til Kína, þar sem samsetning hlutanna í bíla og tæki er ódýrust. Þaðan er varan flutt samsett til Bandaríkjanna. Stór hluti ferilsins er þrælavinnan í Kína, sem er studd tillitsleysi við umhverfi og náttúru. Fríverzlunarsamningar ganga út a kapphlaup aumingja niður á botn. Mikill hluti mannkyns verður að þrælum, sem fá minna kaup en til hnífs og skeiðar.