Kapphlaup um einkunnir

Punktar

Árum saman var jagast út í samræmd próf. Menntafræðingar og menntavitar höfðu allt á hornum sér. Meðal annars sökuðu þeir samræmdu prófin um að hvetja til kapphlaups um einkunnir. Og kapphlaups milli menntaskóla um að verða sem mestir elítuskólar. Nú hafa samræmd próf verið afnumin. Og hvað gerist. Allt verður vitlaust. Sumir skólar eru sakaðir um að gefa óeðlilega háar einkunnir. Foreldrar með börn upp á 8,5 og 9,0 eru gráti næst. Þau komast ekki að fyrir börnum úr svindlskólum. Skásti kosturinn í vonlausri stöðu er að koma aftur upp gömlu, samræmdu prófunum í einum grænum hvelli.