Kárahnjúkar hækka rafmagnsverð

Punktar

Við borgum hærri rafmagnsreikninga en Danir, þótt vatnsaflið sé orkugjafi, sem fræðilega séð eigi að vera ódýrari en orkugjafar rafmagnsins í Danmörku. Þessi þverstæða stafar af, að í rafmagnsverðinu greiðum við niður orku til stóriðju, sem lengi hefur verið gæludýr stjórnvalda. Rafmagnsreikningar okkar munu svo hækka töluvert til viðbótar, þegar við förum að greiða niður orkuna frá Kárahnjúkavirkjun, sem er dýrasta finnanlega aðferð til að framleiða atvinnutækifæri í þágu byggðastefnu. Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur hefur nú endurreiknað tap þeirrar virkjunar upp á 21-53 milljarða króna. Sumt af þeim kostnaði lendir á herðum greiðenda rafmagnsreikninga og sumt á herðum skattgreiðenda. Niðurstaðan verður sú gamalkunna, að kjósendur borga sjálfir sína heimsku.