Karisma og töff

Punktar

Einu sinni hitti ég unga og hressa dömu á skíðum á Ítalíu. Hún mat allar sínar gerðir og annarra út frá því, hvernig yfirlýsingu þær gæfu. Þannig taldi hún það vera “karisma” að bruna á skíðum niður brekku á skíðum og stanza á punktinum við biðröðina. Hins vegar væri það “töff” að hafna skíðum og veltast á brettum í brekkunum. Hún var að ákveða, hvort hún ætti að hafa karisma eða vera töff þann daginn. Þetta minnir mig á, að sumt fólk telur sig gefa yfirlýsingar með klæðum og fasi. Gallinn við allt þetta er, að fæstir meta persónur annarra eftir yfirlýsingum þeirra af slíku tagi.