Kastalavirkið

Punktar

Á sama tíma og múslimar láta ófriðlega gegn vestrænu málfrelsi er ekki lát á spennunni milli Bandaríkjanna og Evrópu. Bandaríkin hafa lokað sig af fyrir umheiminum og sjónarmiðum þaðan. Þau fara ein í krossferðir með sérvöldum stuðningsríkjum á borð við Bretland og Danmörku, Pólland og Ítalíu. Hugarfar ráðamanna í Bandaríkjunum er eins og í kastalavirkjum miðalda, þegar krossferðir voru í tízku. Afleiðingin af krossferðunum er sú, að 87% Íraka vilja strax losna við bandaríska herinn samkvæmt könnun þar í landi.