Kastljós á tvö fífl

Punktar

Bók Guðrúnar Johnsen: „Bringing Down the Banking System“ gefur skýra mynd af aðdraganda hrunsins. Hann hófst í ágúst 2007, þegar útlendingar áttuðu sig og buðu hjálp. Bretar buðust ítrekað til að taka yfir IceSave, en Geir H. Haarde og einkum Davíð Oddsson neituðu. Síðan áttuðu innlendir aðilar sig í febrúar 2008. Þá fóru innvígðir að reyna að bjarga eigin fjármálum og hófu að ræna og rupla í bönkunum. Geir fór að ljúga að þjóðinni að allt væri í himnalagi. Davíð fór að tæma Seðlabankann í vonlausar gjafir til bankabófa. Mesta ábyrgð á hrikalegri stærð hrunsins í október 2008 bera þessi tvö fífl.