Kastljós og Sykurpúðar

Fjölmiðlun

Flott blaðamennska kemur oft fram í vel undirbúnum viðtölum Helga Seljan í Kastljósinu. Dæmi eru viðtöl við Kristján Gunnarsson verkalýðsrekanda og Bjarna Benediktsson flokksformann. Sýndu annars vegar vanmáttugt sníkjudýr og hins vegar upplýstan formann, sem varðist fimlega atlögum Helga. Slík viðtöl eru gerólík illa undirbúnum viðtölum Þórhalls Gunnarssonar. Unnt er svo sem að þola sykursæt drottningarviðtöl. En þá á ekki að gefa annað í skyn með því að kalla þau Návígi. Eiga að heita Sykurpúðar. Viðtöl hans eru án neista og þar vantar forvitnilegar spurningar Helga, sem máli skipta.