Skil ekki, hvers vegna Kastljósi datt í hug að hafa drottningarviðtal við forstjóra Langjökuls-ferðarinnar. Ekki var spurt neinna vitrænna spurninga, sem máli skiptu. Dólgurinn fékk bara að láta gossa. Ég hefði viljað vita, hvernig hann gat hafnað óveðurspá Veðurstofu Íslands eins og hún væri bara marklaus með öllu. Áður var komin reynsla á, að norska veðurstofan spáir vitlaust um jöklaveður á Íslandi. Hvernig ætti hún líka að vera nákvæmari en sú íslenzka? Ég held, að Kastljós hafi verið að gæta persónulegra hagsmuna. Berið þetta saman við samtal Kastljóss um daginn við Jóhönnu Sigurðardóttur.