Þótt unglingar séu of fyrirferðarmiklir á Ríkisútvarpinu, er margt gert þar gott. Kastljósinu hefur farið fram. Fínir voru þættir þess um rítalín og fleiri fíkniefni. Læknar eru of háðir lyfjaframleiðendum til að geta sett fram marktæka gagnrýni. Umræðan um læknadóp er stóra málið í Bandaríkjunum núna. Og tölur um ávísanir sýna greinilega, að ástandið er í skralli hér á landi. Sigmar er betri stjórnandi en forverinn og Jóhannes er góð viðbót við teymið, þrautreyndur rannsóknablaðamaður. Sú tegund blaðamennsku hefur því miður verið á undanhaldi, þótt við þurfum hana meira en nokkru sinni fyrr.