Bernard F. Law kardináli er illræmdur fyrir stuðning við barnaníðinga í röðum presta. Þegar kvartað var yfir þeim, færði hann þá annað án þess að vara menn við þeim. Hann var kardínáli í Boston og hrökklaðist úr embætti vegna þessa. Vatíkanið skaut þá skjólshúsi yfir hann og gerði hann að yfirpresti við Santa Maria Maggiore í Róm. Sem slíkur var hann látinn flytja minningarguðsþjónustu um Jóhannes Pál páfa á mánudaginn. Má hafa það marks um, hversu þrjózk og afturhaldssöm kaþólska kirkjan er. Um þetta skrifa Daniel Williams og Alan Cooperman í Washington Post.