Katrín Jakobsdóttir treystir sér ekki til að bæta pólitíkina. Hún hefur afstæðar skoðanir, er ekki staðföst. Lítur ekki á, að sitt hlutverk sé að breyta menningu stjórnmálanna. Sættir sig við, að fjárglæframaður, sem fékk 130 milljarða afskrifaða, sé fjármálaráðherra. Sættir sig við, að dómsmálaráðherra, tvídæmd í Hæstarétti, segi eitt í dag og annað á morgun. Hún frestar nýrri stjórnarskrá. Sættir sig við, að tveir ráðherrar séu beinlínis þjónar tveggja kvótagreifa. Hún varðveitir gamla og spillta Ísland, fetar ekki eitt skref í átt til nýja Íslands. Hún er forsætisráðherra ríkisstjórnar, sem þjónar þessu 1%, sem á næstum allar eignir.