Ekki að ástæðulausu beinist kosningabarátta bófaflokksins sérstaklega að Katrínu Jakobsdóttur. Í fyrsta lagi hefur hún mun meiri kjörþokka en Bjarni Benediktsson fjárglæframaður. Í öðru lagi kemur á óvart, að fylgi skefst af bófunum beint til Vinstri grænna, án viðkomu í öðrum flokkum. Vinstri græn hafa nefnilega hagað kosningabaráttunni þannig, að hún er alls staðar og hvergi. Ekki mikið fyrir nýja stjórnarskrá, ekki heldur uppboð á veiðileyfum. Mestu máli skiptir þó, að bófaflokkurinn er eins skattafíkinn og hann sakar Katrínu um. Munurinn er sá, að bófarnir vilja leggja á fátæka, en Katrín vill færa byrðina yfir til hinna ríku.