Enn er Katrín Jakobsdóttir eini hugsanlegi frambjóðandinn til forseta, sem fær marktækt fylgi í könnun. 37,5% hjá MMR. Aðrir hugsanlegir frambjóðendur fengu þar innan við 8%. Davíð Oddsson, Stefán Jón Hafstein, Salvör Nordal, Ólafur Jóhann Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Andri Snær Magnason reyndust hafa 7-8% fylgi hvert. Flestir aðrir fengu nánast ekkert. Nú bíðum við spennt eftir fleiri alvörukönnunum í marz. Kannski koma til sögunnar ný nöfn, sem koma til greina. En erfitt verður að glíma við afgerandi forustu Katrínar í upphafi mánaðarins. Hún hefur boðað svör á næstunni við óskum um forsetaframboð hennar.