Katrín Jakobs er kúl

Punktar

MMR kannaði álit almennings á persónum nokkurra leiðtoga. Spurt var um styrk þeirra og ákveðni, heiðarleika og persónutöfra. Einnig hvort þeir standi við sannfæringu sína, vinni vel undir álagi og séu í tengslum við almenning. Ekki kemur á óvart, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson stóðust engan af þessum mælikvörðum. Eru án sjarma, lausir við að teljast leiðtogar. Eini flokksleiðtoginn, sem fékk ágætiseinkunn á flestum póstum, var Katrín Jakobsdóttir. Ótvíræður leiðtogi og sigurvegari í þessari könnun. Ólafur Ragnar kom þar líka vel út, en hann er á útleið í pólitíkinni.