Katrín Jakobsdóttir svaf

Punktar

Meðan ríkið átti bankana var tækifæri til að taka málverk þeirra upp í brot af ríkisframlögum til bankanna. Það var hlutverk menntaráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, að passa upp á þetta. Hún svaf á verðinum. Nú eru tveir bankanna komnir í einkaeigu. Þess vegna missum við af færi á að gera Listasafn ríkisins að fínu safni íslenzkrar myndlistar. Vont er að hafa ráðherra, sem mæta í vinnunni og svo gera ekki neitt. Svo er því miður um fleiri ráðherra. Þeir hirða kaupið og gera lítið meira. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon vinnur eins og skepna; og samt ekki alltaf jafn viturlega.