Katrín og gamlingjarnir

Punktar

Vinstri græn standa betur eftir kosningar en Samfylkingin. Formannaskiptin tókust vel. Katrín Jakobsdóttir þarf bara að hindra gamlingjana í að stýra úr aftursætinu. Steingrímur og Ögmundur eru menn gamla tímans og ekkert malt er í Ögmundi, þegar á reynir. Hann mun klikka, atkvæði hans nýtist ekki til samlagningar. Hann álpast út um tún, þótt hann fari ekki af landareigninni, eins og Lilja og Atli, Jón og Ásmundur. Meiri framtíð er í vinstri grænum flokki en Blair-istum, sem reyna að spila hækju fyrir nýfrjálshyggju. Bófar kvótagreifa og annarra auðgreifa þurfa bara eina Framsókn sér til aðstoðar.