Katrín og gömlu gengin

Punktar

Fólk hélt, að kosningarnar snerust um þetta gamla, vinstri, hægri, miðja. En fólk vissi ekki, að gömlu flokkarnir höfðu laumast til að láta þær snúast um íhald eða breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi losna við nýju Viðreisn. Framsókn vildi losna við Miðflokk Sigmundar Davíðs. Vinstri græn vildu losna við Samfylkinguna. Allt tókst. Gömlu flokkarnir sigruðu, mynda stjórn og sjá um, að ekkert breytist. Allt verði eins og það hefur alltaf verið, siðspilling, siðblinda og siðþrot. Ofan á sukkið sezt drottningin Katrín með 50% persónufylgi. Fólk veit ekkert um, hvert er innihald samsærisins. Treystir Katrínu til að sjá um, að svindl verði í hófi.