Katrín Jakobsdóttir var fyrst í viðræðum um ríkisstjórn á svokölluðum vinstri kanti. Þær viðræður voru allt í plati, eins og síðar kom í ljós. Á þeim vinstri dögum fóru flokkeigendur Vinstri grænna hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn sem óstjórntækan flokk. Á sama tíma vissu þeir, að vinstra kjaftæðið var bara plat, ætlunin var að fara í stjórn með bófunum. Þeir skiptu svo um skoðun á einni nóttu, fóru að tala um ágæti þess „að styrkja innviðina“ og „leggja í þá vegferð“ „að tryggja stöðugleikann“ „á breiddina“. Slíkt innihaldsleysi þjáir þá, sem verja U-beygjuna. Katrín er orðin „fullorðins“ í valdabaráttu tómarúmsins.