Katrín slátraði sjálf

Punktar

Á óvart kom, að Katrín Jakobs skyldi slátra fimm flokka stjórnarviðræðunum. Það var hvorki Steingrímsliðið né Svandísar-Svavars liðið, sem rak stöng í teinana. Þau voru jákvæð og lausnarmiðuð allt til enda, líkt og Benedikt og Óttar. Katrín sjálf sá hins vegar annmarka á öllu á síðasta fundinum. Hún og hennar lið höfðu þá talið sér trú um, að ekki yrði farsælt fyrir hana persónulega að fara í slíka stjórn. Líklega hafði farizt fyrir að bjóða henni forsætis nógu tímanlega. Allir voru tilbúnir til að samþykkja hana, en aldrei kom til þess. Athyglivert er líka, að það voru hvorki Benedikt né Óttarr Proppé, sem ráku stöngina í teinana.