Kattarþvottur Eiríks í bankanum

Punktar

Eiríkur Guðnason, sem var bankastjóri með Davíð í Seðlabankanum, reynir að þvo hendur þeirra í Viðskiptablaðinu. Kvartar yfir frásögnum af lélegum ástarbréfaveðum fyrir lánum, sem bankinn veitti viðskiptabönkunum. Segir, að í þann tíma hafi mátt ætla, að veðin væru traust, þótt síðar hafi annað komið í ljós. Eiríkur nefnir ekki, að aðrir seðlabankar tóku ekki ástarveð gild. Enda urðu þeir ekki fyrir tjóni, en Seðlabankinn fór á hausinn. Svo virðist sem bankastjórinn telji það bara hafa verið óheppni. Aðrir harma, að afkomendurnir urðu vegna þessa slyss fyrir tjóni upp á hundruð milljarða.