Stjórn gamla Kaupþings hefur viðurkennt að hafa 25. september fellt niður ábyrgðir lykilmanna á skuldum þeirra við bankann. Hún orðar það þannig, að skuldirnar hafi ekki verið afskrifaðar. Heldur hafi verið “felldar niður persónulegar ábyrgðir”, sem kemur í sama stað niður. Stjórnin lýgur, að gjaldþrot bankans hafi þá ekki verið fyrirséð. Ég tel hins vegar, að þá hafi gjaldþrotið einmitt verið innanbúðarmönnum fyrirsjáanlegt. Samtímis kattarþvotti gamla bankans lýsir stjórn nýja bankans yfir, að skuldirnar verði innheimtar eins og aðrar skuldir. Ef gerningurinn sé þá riftanlegur.