Kaup kaups í Afríku

Punktar

Á ferð um Afríku segist George W. Bush vera hneykslaður á þrælahaldi. Markmið ferðarinnar er að hóta og múta fátækum ríkjum, semja við þau um kaup kaups, skilyrta þróunaraðstoð í skiptum fyrir tvíhliða samninga við Bandaríkin um atriði, sem ekki eru nógu hagstæð honum í gildandi alþjóðasamningum. Fjallað verður um fríðindi bandarískra olíufyrirtækja og lyfjafyrirtækja í skiptum fyrir óljós loforð. Frá þessu segir Saskia Sassen í Guardian og gefur Bush titilinn: “Warlord”. Hingað til hafa Bandaríkin skorið þróunarstöð við nögl í samanburði við Evrópuríki.