Í stjórnarandstöðu höfðu Píratar nokkur áhrif til langs tíma. Í stjórn hafa þeir meiri áhrif. Ekki er samt hægt að ætlast til, að áhrifin séu meiri en sem nemur þingstyrk. Geta þá aðeins staðið við loforðalistann, að þeir fái meirihluta. Því verða Píratar að sætta sig við, að lítill hluti málefna þeirra fái hljómgrunn í samsteypu. Þeir hafa þegar gefið eftir þjóðaratkvæði um framhald Evrópuviðræðna. Ný stjórnarskrá er ekki líkleg til að hafa mikinn framgang í samstarfinu. Þannig er pólitíska lífið. Píratar geta komið ýmsum málum fram, en verða að sætta sig við, að annað sitji eftir. Pólitík er kaup og sala milli flokka á málefnum.