Kaupmennskuna vantar

Punktar

Ekkert skilti er um grænmetissölu á Flúðum. Þar er bara vísað á sjoppu Samkaupa. Með því að aka plássið á enda eftir veginum til Syðra-Langholts má þó finna gróðurhúsið Mela. Þar fást þrenns konar tómatar og margs konar kál. Allt var þetta tekið upp í morgun og býr yfir mögnuðum bragðgæðum nýs grænmetis. Slíkt bragð finn ég ekki í búðunum. Mér finnst, að garðyrkjufólk Flúða eigi að taka sig saman um markað fyrir ferðamenn. Þar sem daglega má fá nýupptekið grænmeti dagsins og jafnvel jarðarber staðarins. Og auðvitað á að merkja hverja vöru framleiðandanum. Það er bissness að monta sig ögn.