Kaupþing og Eining

Punktar

Forstjóri Kaupþings á sjálfsagt skilið að eiga fyrir salti í grautinn. Minnisstæðastur er hann þó fyrir einna verst rekna lífeyrissjóð landsins, Einingu. Vandamálum Kaupþings var sópað yfir í Einingu á kostnað sjóðfélaga. Þykir slíkt vafalaust greindarleg fjármálastefna í samræmi við nútímasiðferði í viðskiptum. Athyglisvert er, að mikið af herfangi forstjórans var ekki fengið með hagnaði af rekstri, heldur með sölu eigna fyrirtækisins. Formaður verzlunarmannafélagsins og aðrir meðvitundarlitlir stjórnarmenn Kaupþings hafa heldur betur látið taka sig í nefið.