Kaus með lýðskruminu

Punktar

Vilhjálmur Bjarnason er einn þeirra, sem sér enga þörf á að hafa samræmi milli orða og gerða. Fór mikinn á prenti nýlega og býsnaðist gegn stöðugleikaskatti á fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Kallaði hann einfaldlega „lýðskrum“ og vakti verðuga athygli. Mánuði síðar greiddi Vilhjálmur atkvæði á Alþingi með þessum sama stöðugleikaskatti. Hver ætli telji slíkan þingmann trúverðugan? Minnir á Eygló Harðardóttir. Hún fer mörgum hjartnæmum orðum um allt það, sem hún muni gera í húsnæðismálum. Á sama tíma gerir hún sem ráðherra ekkert í málunum í tvö heil ár. Þetta er fólk, sem trúir, að orð séu gerðum æðri og geri verkin óþörf.