Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir í Guardian, að ekki sé ástæða fyrir umheiminn að gleðjast yfir feiknarlegu getuleysi ríkisstjórnar Bandaríkjanna í fjármálum (spectacular fiscal incompetence), sem meðal annars komi fram í rosalegum viðskiptahalla og ríkishalla, sem muni taka nýja ríkisstjórn tólf ár að laga. Hann segir, að afleiðingar fáránleikans komi niður á umheiminum, sogi til sín fjármagn, sem annars nýttist annars staðar, og valdi vaxtahækkunum, fjármagnsskorti og stöðnun, samhliða öryggisleysi á alþjóðlegum peningamarkaði og magni verndarstefnu á kostnað fríverzlunar, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um allan heim.