Kemur þér ekki við

Punktar

Yfirmenn eftirlitsstofnana á borð við Matvælastofnun og Umhverfisstofnun eru innilega sannfærðir um, að eftirlitið komi almenningi ekki við. Eftirlitið sé bara einkamál embættismanna og viðkomandi framleiðenda og innflytjenda. Neytendur eru aðeins pupull í augum embættismanna, hvar sem er í kerfinu. Þessu þarf að breyta. Í fyrsta lagi þarf að reka verstu dólgana úr öllum þessum stofnunum. Ekki bara segja jamm og humm á Alþingi eins og Steingrímur J. Sigfússon. Í öðru lagi þarf að taka afganginn af staffinu og hrista hann rækilega á námskeiðum í neytendavernd og upplýsingaskyldu stjórnvalda.