Íslenzk verkalýðshreyfing studdi eindregið ofbeldið gegn stærsta ósnortna víðerni landsins norðan Vatnajökuls. Leiðtogar hennar höfðu peningaglýju í augunum, þegar þeir lögðust á sveif með eyðingaröflunum. Því kemur vel á vondan, að verkalýðsleiðtogarnir skuli nú væla látlaust um, að erlendir verkamenn við Kárahnjúkavirkjun séu á undirkaupi að taka vinnuna af íslenzkum verkamönnum og koma á launaskriði niður á við í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir geta sjálfum sér um kennt.