Gunnar Smári Egilsson er harðgreindur og áhættusækinn. Hefur langa reynslu af að stofna fjölmiðla og flokka. Reynslan er misjöfn, enda yfir brött fjöll að klífa. Aðskilnaður hans við Fréttatímann leiddi til spennu milli hans og starfsliðs, sem fær ekki greidd laun. Gunnar Smári var aðaleigandi blaðsins og getur ekki falið sig að baki uppsagnar sinnar, sem aðrir könnuðust ekki við. Einnig er djarft að breyta fésbók Noregsflokks hans yfir í fésbók Sósíalistaflokks hans. Það minnir á kennitöluflakk. Efast þó ekki um, að Gunnar Smári verði harðskeyttasti talsmaður sósíalismans eins og hvers þess máls, sem hann kynni að vilja taka sér í fang.