Talsmenn ríkisstjórnarinnar hika ekki við að kenna Evrópusambandinu um mistök hennar. Eða þá Steingrími J. Sigfússyni. „Hann byrjaði“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þegar ferðapassinn er hengdur um háls hennar. Nú er reynt að telja mönnum trú um, að Evrópa heimti ferðapassa hér á landi. Þetta minnir á, þegar Matvælastofnun kenndi Evrópu um íslenzka bannið við vöflukaffi kvenfélaga í haustréttum. Evrópusambandið er þægileg Grýla, þegar fólk hefur engin rök. Nú síðast er Evrópu kennt um rafrænu skilríkin, sem ríkisstjórnin hefur smíðað til að gefa Árna Sigfússyni feitan bita. Skattlykillinn er traustur og nægir alveg.