Kenna hvor öðrum um

Punktar

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs vísa hvor á annan sem sökudólg í makríldeilunni. Noregi að kenna, segir sá íslenzki. Íslandi að kenna, segir sá norski. Makrílfundurinn mistókst. Evrópusambandið hyggst halda áfram að tala við Noreg eftir tvær vikur, en ekki tala meira við Ísland að sinni. Bendir til, að sambandið telji vænlegra að tala við Noreg en Ísland. Styður norsku kenninguna um, að strandið sé Íslandi að kenna. Burtséð frá því er skrítið, að ekki skuli vera hægt að fá áreiðanlegar upplýsingar um, hvernig og hvar hnífurinn stóð í kúnni. Hvernig tökum við afstöðu, er allir ljúga?