Kenna okkur efahyggju

Fjölmiðlun

Stríðið gegn Írak hefur kennt okkur að vantreysta skyggnum, sem sendimenn nýlenduríkja sýna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Gereyðingarvopn Íraks voru ekki til, þótt Colin Porter sýndi myndir af þeim. Leyniþjónustur nýlenduríkjanna hafa sætt sig við, að stjórnvöld falsi skýrslur þeirra. Var fyrir löngu orðið ljóst í Bretlandi og um daginn einnig í Bandaríkjunum. Á fölsuðum forsendum var farið í stríð með tilheyrandi glæpum. Hér eftir verður blásið á fullyrðingar leyniþjónustanna, hvort sem þær hafa verið ritskoðaðar eða ekki. Heilbrigð efahyggja tekur við af taumlausri trúgirni.