Kennir stórþjófnaði

Punktar

Einn af heimsins mestu þjófum hefur námskeið í Hörpu í maí á vegum íslenzkra starfsbræðra. Ekki er ljóst, hvort hann hyggst læra frumlegar aðferðir hér eða predika sínar kunnu aðferðir. Jordan Belfort var um aldamótin dæmdur fyrir fjársvik og peningaþvott. Hlaut fjögurra ára fangelsi og var dæmdur til að endurgreiða 110 milljónir dollara, tæpa þrettán milljarða króna. Af þessu öllu hefur Belfort hlotið tryllta virðingu bankabófa. Er eftirsóttur á ráðstefnur og morgunverðarfundi siðblindingja. Eina sérgrein getur hann kennt íslenzkum bankabófum. Það er, hvernig á að gera eigin börn gjaldþrota.