Kennitölusvindl í bankaskjóli

Punktar

Vélasalan R. Sigmundsson segist hafa “nýja sýn og nýjar hugmyndir”. Felast í að skipta um kennitölu og kasta starfsfólki símleiðis í Ábyrgðarsjóð launa. Einhver banki hefur aðstoðað við kennitölusvindlið og yfirfærslu kostnaðar yfir á ríkið. Ef bann við slíku er ekki enn í leiðbeiningum bankanna, þarf það að bætast við. Ríkið á bankana og getur ekki sætt sig við svona sora í rekstri þeirra. Setja þarf blátt bann við, að braskarar skipti um kennitölu á rekstri og fleygi ábyrgð sinni í fang ríkisins. Sá pilsfaldakapítalismi er útdauður, þótt Vélasalan R. Sigmundsson haldi annað. Rekið bankastjórann.