Rannsóknir
Dómstólar
1. Mest lögfræði er stunduð utan dómstóla, reynt er að ná sáttum.
2. Blaðamenn verða að skilja leikreglur dómstóla, hugtökin.
3. Dómsmál er eigin heimur, sem takmarkast við eigin staðreyndir.
4. Muna, að lögmenn eiga að koma fram sem andstæðingar.
Í Bandaríkjunum eru dómarar kosnir. Þeir lögmenn, sem studdu dómarann, ná 71% árangri í vörnum, meðan lögmenn almennt ná 35% árangri í vörnum.
Athugið, að fjármál dómstóla fá minni skoðun en fjármál stofnana í stjórnsýslu.
Hvað eru dómarar að gera? Eru þeir með þinghald? Eru þeir í þinghúsinu? Dómarar sæta sjaldan ákúrum stofnana sinna. Þagnarlögmálið er algilt í dómhúsum. Dómarar tala ekki illa hver um annan og lögmenn þora ekki að reita þá til reiði.
Varðhald:
Hverjir eru í varðhaldi? Tala þeir tungumál landsins? Hversu lengi hafa þeir verið þar? Fá fórnarlömb glæpamanna að vita, þegar þeir losna úr haldi?
Tryggingar:
Hver er reynslan af að láta fólk laust gegn tryggingu? Í Bandaríkjunum hefur fólk verið látið laust, þótt um síbrotamenn sé að ræða, sem áður hafa látið sig hverfa.
Slök framkvæmd refsinga hér.
Dómarar:
Hvernig er málum úthlutað til dómara? Er það eftir talnakerfi? Mæta sumir dómarar illa, koma seint og vinna stuttan vinnudag? Hvernig fer með dóma þeirra fyrir Hæstarétti, er þeim breytt óvenjulega mikið þar?
Með því að tala við lögmenn, prófessora, skrifstofumenn og meðdómara getur blaðamaður metið, hvort dómari sé talinn hliðhollur sækjendum eða verjendum og hver séu önnur sérkenni hans í starfi. Blaðamaður þarf að læra að hanga í dómhúsi.
Er eitthvað vitað um fjármál og fjárhag dómara? Neitar hann að víkja sæti? Er dómari einangraður í frítímanum eða er hann úti á lífinu? Er hegðun dómarans að einhverju leyti óvenjuleg og getur það haft áhrif á starf hans? Tíu verstu dómarar svæðisins.
Saksóknarar:
Hvað gera þeir og hvað gera þeir ekki? Hver er persóna þeirra, til dæmis pólitísk? Tapar hann hverri málsókninni á fætur annarri? Sætir hann áminningu eða er hann færður í starfi? Hvað höndlar hann mörg mál á ári?
Fer hann yfir eða undir markið í hörku? Safnar hann sakarefnum saman í pakka, sem eru ódýrari fyrir sakborninga? Hvað segja verjendur um hann? Kallar hann í vitni, sem eru treg. Hvaða sérfræðinga notar hann, eru þeir marktækir?
Verjendur: Er verjandi að safna tekjum, en leggur lítið á sig? Er dómskipaður verjandi lakari en einkarekinn verjandi? Er verjandinn með kenningar, sem eru úti af kortinu samkvæmt heilbrigðri skynsemi? Ber hann við tímabundinni geðveiki?
Dómsmálið:
Hversu lengi stendur dómsmálið? Er réttlæti fullnægt, ef seinagangur er mikill? Hver er meðalgangur mála hjá hverjum dómara? Ónýtast mál vegna seinagangs? Eru langir biðlistar dómsmála? Eru sjónhverfingar í málflutningi?
Gömul dómsmál:
Hafa sakborningar fengið slæma meðferð fyrir dómi. Hefur síðar komið í ljós, að einhver var saklaus? Hvernig fór málið svona, hverjum var um að kenna? Var í gangi samsæri rannsóknaraðila gegn sakborningi?
Fórnarlömb: Eru fórnarlömb ekki samvinnuþýð? Óttast þau sakborninginn? Hvað er gert til að milda óttann? Verða þau aftur fórnarlömb við meðferð málsins, til dæmis fórnarlömb kynferðisglæpa. Fá þau ekki að vita um lausn úr fangelsi?
Fá fórnarlömb bætur, sem þeim eru dæmdar? Borgar ríkið þær, ef hinn sakfelldi gerir það ekki eða getur það ekki? Er meiri kostnaður vegna ofbeldismanna en fórnardýra þeirra?
Dómar: Er líklegt, að sakborningur fremji fleiri glæpi? Lagast hann í fangelsinu? Er þar einhverja menntun að fá? Eru sektir óhæfilega háar eða lágar? Virkar dómur til samfélagslegrar þjónustu? Eru meðferðir notaðar til að milda fangelsi?
Hvernig er dómvenja þessa dómara í samanburði við dómvenju annarra. Dæmir einn í sektir, en annar til fangavistar? Eru einhverjir dómarar úti af kortinu? Er eitthvað gert í því? Er farið eftir lágmörkum og hámörkum í lögum?
Áfrýjanir:
Dómum hvaða dómara er mest áfrýjað? Fær hinn sakfelldi sér nýjan lögmann? Hefur verjandi gerst sekur um trassaskap, mætti hann til dæmis ekki?
Athugið Barnahús hér á landi.
Skilorð, reynslulausnir og náðanir:
Hvernig er fylgst með hátterni í skilorði? Er eftirlitsmaður og sinnir hann verki sínu? Hvað hefur hver þeirra marga fyrrverandi fanga til að fylgjast með? Hvaða þjálfun hefur hann?
Hversu mikið er um afbrot á skilorðstíma? Er tekið tillit til þeirra? Eru menn teknir úr umferð? Hvernig starfa þeir, sem ákveða reynslulausn eða náðun? Eru niðurstöður þeirra rökstuddar, hvar?
Hvernig komast fangar inn í lífið aftur? Hafa þeir fjármagn? Bíður vinna eftir þeim? Fara þeir aftur í sama glæpaferlið?
Fangelsi:
Hvernig samfélag er fangelsi? Hvernig er farið með fanga? Hver hefur eftirlit með fangelsisstjóra? Hver var ferill fangavarða, menntun? Hvers konar fólk velst til slíkra starfa? Eru fangaverðir vinir fanga? Hegningarhúsið.
Blaðamenn þurfa að afla sér heimilda innan veggja fangelsa, til dæmis þeirra, sem látnir hafa verið lausir. Oft er aðgengi að föngum ábótavant. Sumir fanga nota vistina til að undirbúa næstu glæpi. Er til bókasafn í fangelsinu?
Hafa nauðganir komið fyrir í fangelsi? Er kvenföngum nauðgað af fangavörðum og er karlföngum nauðgað af öðrum karlföngum. Sagt frá greinum Loretta Tofani í Washington Post.
Tofani talaði við fórnarlömb nauðgana, sjúkraliða og fór heim til þeirra oftar en einu sinn, með mismunandi aðferðafræði hverju sinni. Að lokum fékk hún upplýsingar frá þeim, sem höfðu skellt á hana hurðinni. Var frægt mál á sínum tíma.
“Boot camps” fyrir ungmenni, hvernig hafa þau gefist?
Einn af hverjum fjórum svertingjum milli 1830 ára er í fangelsi, hefur verið í fangelsi eða er á skilorði.
Eru síbrotamenn í skjóli ungs aldurs? Virkar endurhæfingin? Er fimmta eða tíunda afbrot meðhöndlað eins og fyrsta afbrot væri? Hafa menn hreint borð, þegar þeir komast á aldur? Eru foreldrar kvaddir til að hlusta á málflutning?
Hvernig er farið með mál barna fyrir dómstólum? Gera dómarar sér grein fyrir erfiðleikum barna, til dæmis fórnarlamba? Eru tafir á þeim málum?
Einkamál:
Eru oft látin sitja á hakanum, en geta verið áhugaverð: Mismunun í atvinnu. Kynferðisleg áreitni. Framleiðslugalli. Fósturforeldrar. Réttur til andláts. Biblíusögur í skólum. Þrengsli á sjúkrahúsum.
Pappírsslóðin er yfirleitt öflugri í einkamálum en í sakamálum. Meira er um tilraunir til að draga mál á langinn. Hvernig fær lögmaðurinn greitt, í prósentum? Ef sátt næst í málinu, um hvað snýst hún?
Sérdómstólar:
Umferðarlagabrot, skilnaðir, milliríkjaverslun, skattar, gjaldþrot.
Er farið með slík mál á löglegan hátt?
Skilnaðarmál: Fara þau fyrir dóm? Eru þau sápuópera eða sorgarleikur? Er kynjum mismunað? Er gætt hagsmuna barna? Koma afar og ömmur að málinu? Ganga dómar út og suður? Eru óreyndir dómarar að verki? Koma skilnaðarlögmenn illa fram?
Erfðaskrár. Smávægileg fjármál. Skattamál.
Gjaldþrotamál: Fundir kröfuhafa. Er fyrirtæki leyft lengi að greiða ekki reikninga? Hvernig eru skiptastjórar valdir? Hver er reynslan af þeim? Er skiptakostnaður mikill? Oft hér.
Hvernig er fjármálum dómstóla háttað? Er nægt eftirlit með þeim? Fer kostnaður við mál úr hófi fram? Er tölvuvæðing ásættanleg? Seinkar útgáfu dóma?
Aðrar sögur:
Dómskjöl verða oft tilefni frétta á öðrum sviðum. Howard Hughes málaferlin. Með tölvuvæðingu dóma má leita að orðum, sem skipta máli í öðrum fréttum. Hvað kostar slík leit?
Öll dómsmál hafa hala af skjölum, sem blaðamenn geta fengið að sjá. Dómsmál eru skráð undir nöfnum málsaðila ásamt árlegu númeri. Þar er kæra, viðbrögð við kæru, yfirheyrslur og vitnisburðir, tillögur málflutningsmanna, framlögð gögn og dómur.
Ef mál lognast út af, af því að samið er um það án dóms, eiga blaðamenn ekki hægt um vik. Þeir geta náð sambandi við málflutningsmennina og fengið þá til að skýra atriði. Ef þeir vilja ekki tala, er málið orðið að svartholi.
Afrit eru fáanleg af dómsmálum, en þau eru dýr. Oft fá blaðamenn þau lánuð hjá málflutningsmönnum málsins. Sakaskrár og gjaldþrotaskrár eru skjöl, sem fylgja dómsmálum, og hafa oft mikilvægar upplýsingar. Ekki fáanlegar hér á landi.
Sjá nánar:
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition 2002
Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008
Hlé