Blaðamennska
Endurhönnun II
4) Fastir hausar: Ein stunga fyrir alla fasta hausa í blaðinu. Rasti, lógó?
5) Megintexti: Þægilegur í lestri. Besta stærð? Inngangur?
6) Sértexti: Steinskrift í stuttum sértexta? Stunga með mörgum afbrigðum?
1) Síðugrind: Ný dálkabreidd? Á öllum síðum?
2) Síðuhausar: Hvar? Grafíkin?
3) Samandrættir: Grundvallaratriði í öllu blaðinu? Teikningar með?
4) Sérþættir: Kannanir, tilvitnanir, dagatal, spurningar. Fastir liðir?
5) Strik og box: Sterk eða veik? Kassategundir. Rastar.
6) Tilvísanir og efnisskrá: Hversu áberandi? Hversu sveigjanlegar? Teikningar?
7) Auglýsingar: Staflast þær rétt? Auglýsingalausar síður?
1) Kaflar: Góð og nýstárleg þemu?
2) Röð kafla: Hvert er eðlilegt flæði efnis í blaðinu?
3) Önnur atriði en texti: Má pakka þeim í ný form?
4) Gagnvirkni: Hversu notendavæn?
1) Tilvísanir.
2) Kennimörk.
3) Upprifjunarbox.
4) Höfundalínur.
5) Framhöld.
6) Framhaldsfyrirsagnir
7) Stórir upphafsstafir.
8) Myndatextar.
9) Myndatextar með sjálfstæðum myndum.
10) Höfundaréttur.
11) Ritstjóranótur.
12) Kort og gröf.
13) Leiðréttingar.
Byggingarþættir:
1) Gefðu þér góðan tíma.
2) Vertu heiðarlegur.
3) Notaðu leiðindaefni í sýnishorn.
4) Steldu ekki.
5) Vertu opinn fyrir skoðunum.
6) Bjóddu upp á val.
Stílbók: Hvað gerist, ef þú verður fyrir strætó? Hvernig er þá reglunum haldið við? Til þess er stílbókin. Öll blöð þurfa stílbók yfir fréttamennsku, málfar og hönnun. Þar segir, hvað má og hvað ekki. Það er tímasparnaður.
Allt í einu:
1) Gullið markaðstækifæri.
2) Setur kraft í fréttastofuna.
3) Getur pirrað hefðbundna lesendur.
Í áföngum:
1) Gefur sýn yfir hvern áfanga.
2) Auðveldar hefðbundnum notendum breytinguna.
3) Dagblað þarf breytingar á fimm ára fresti.
Eftirlit með framkvæmd:
1) Skipaðu stíllöggu.
2) Settu upp töflu með árangri og mistökum.
3) Sendu minnisbréf um mistök og lausnir.
4) Haltu fundi til að meta stöðu.
Ef þú vilt æsa lesendur upp, þá skaltu leggja niður teiknimyndasögu, breyta sjónvarpsdagskrá og breyta meginletri.
Við breytingar á dagblaði er gerð stílbókar tímafrekasta verkið.
Vefhönnun: Sennilega munu vefblöð taka við af dagblöðum nútímans. Það er annað umhverfi með meiri stjórn lesenda á efninu. Þú verður að bæta tilfinningu þína fyrir stýringu. Tæknin breytist ört og þessi kafli segist þegar verða orðinn úreltur.
Vefútgáfa:
1) Upplýsir.
2) Auðveld sigling um efnið.
3) Hröð.
4) Í núinu.
Í dagblaði er plássið endanlegt og mikill tími fer í að láta allt passa. Á vefnum er plássið bæði minna og meira. Flest vefblöð skiptast í tvennt:
1) Sögur.
2) Matseðlar.
Sjálf heimasíðan skiptir mestu máli. Hversu djúp á hún að vera:
1) Dagur og tími.
2) Efnisskrá, venjulega til vinstri.
3) Aðalsaga, venjulega í miðju.
4) Siglingahnappar, venjulega undir heitinu.
5) Leitarvél, venjulega efst til hægri.
6) Auglýsingar, kynningar, venjulega til hægri.
7) Gagnvirk hliðaratriði, venjulega til hægri.
8) Fótur með höfundarétti, netfangi, venjulega neðst.
Skoðaðu vel vefsíður dagblaða. Prófaðu líka að nota eingöngu slíkar síður, ekki aðra fjölmiðla. Hver verður stefna þíns vefblaðs, verður efnið skófluefni, endurunnið efni úr blaðinu.
Stýringin er mikilvægust á vefnum. Hann er ekki tvívíður, heldur fjölvíður. Tengingarnar skipta miklu máli. Mundu þriggja klikka regluna: Hafðu ekkert efni á vefsíðunum í meira en þriggja klikka fjarlægð frá heimasíðunni.
Aukaefni:
1) “Text only” valkostur.
2) Stafræn útgáfa af forsíðunni, öllu blaðinu.
3) Atkvæðagreiðslur notenda.
4) Lesendasvæði, umræðuhópar, tilkynningatöflur.
5) Myndasýningar atburða, mála, dagsins.
6) Leitarvél fyrir allt efnið.
7) Afritunarlegt audio, ræður, tónlist, viðtöl.
8) Afritunarlegt vídeó, sport, sjónvarp.
9) Föst vefmyndavél í veðurfréttum, skíðum.
10) Netfang til að kaupa fjölmiðilinn, myndir, gömul eintök.
11) “Print this story” valkostur.
12) Tenging til að senda síðu til vinar.
13) Áskrift að tölvupósti með sérhæft fréttaefni.
14) “FAQ”, oft spurðar spurningar um fjölmiðilinn og annað.
15) Starfsmannaskrá með símanúmerum og netföngum.
16) Svæðiskort.
17) Hlutabréfaverð.
18) Veður og umferð.
19) Gagnvirkir leikir, þrautir, keppni.
20) MP3 klippur staðbundinna hljómsveita.
21) Tengingar við hugbúnað til að keyra það, sem þarf.
22) Póstkort fyrir tölvupóst.
23) Hreyfanleg gröf.
Vélbúnaður: PC eða Mac, netþjónn.
Hugbúnaður: Photoshop, vafrari, ritvinnsla.
Vefframleiðsla: DreamWeaver eða FrontPage nægja flestum.
Annars þarftu að læra HTML.
Hannaðu grunneiningar vefblaðsins:
1) Blaðheitið.
2) Tilvísanir, index.
3) Fyrirsagnir.
4) Litir.
5) Grindur.
6) Umferðarflæði.
Gerðu tilraunir. Á nýjum tölvum og gömlum. Á Mac og Windows. Á Netscape og Explorer, á gömlum og nýjum útgáfum forrita.
Margir notendur hafa gamlan búnað. Þeir hlaða niður misjafnlega hratt. Taktu tillit til þess:
1) Hafðu hlutina einfalda.
2) Forðastu brellur.
3) Hafðu myndir litlar.
4) Mældu búnað notenda.
Dæmigerður hraði í niðurhali:
1) 14 kbps mótald: 60 sekúndur.
2) 28 kbps mótald: 30 sekúndur.
3) 56 kbps mótald: 15 sekúndur.
4) ADSL: 2 sekúndur.
5) Kapall, ethernet: < 1 sekúnda.
Texti kemur ekki eins út á Mac og PC. Þú getur ekki heldur ákveðið punktastærð, aðeins sjö afstæðar stærðir. Þú getur ekki valið stungur, notendur hafa valið sér ákveðnar, allar mismunandi. Skoðaðu niðurstöður þínar við ýmis skilyrði.
Skipulagstillögur:
1) Forðastu ofhleðslu. Notaðu einfaldar, hreinar, ferhyrndar reglur.
2) Láttu góða siglingu ganga fyrir.
3) Gættu þín á síðuvídd. Hefðbundinn skjár er 480 pixlar.
4) Gerðu skrun mögulegt.
5) Hugsaðu lóðrétt, vefurinn flæðir lóðrétt.
6) Láttu index og hnappa á allar síður til að auðvelda siglingu.
7) Hafðu nafn blaðsins, dagsetningu, netfang og höfundarétt á öllum síðum.
Síðugrind. Hafðu efni í einingum á síðunni og láttu hverja einingu hafa sitt hlutverk. Indexeining. Fréttaeining. Íþróttaeining:
1) Forgangsraðaðu öllu.
2) Raðaðu auglýsingum vel.
3) Forðastu ofhleðslu. Hannaðu hvíta fleti.
Litur:
1) Notaðu liti, sem passa fyrir vafra.
2) Notaðu liti stöðugt og skipulega.
3) Forðastu dökklitaða grunna.
Grafík. Allt nema textinn er grafík:
1) Þéttu alla grafík.
2) Notaðu færri og minni grafísk atriði.
3) Vísaðu úr þumlungsmyndum yfir í stærri útgáfur.
Letur:
1) Hafðu dálkabreidd þægilega, einn dálk á hverja einingu, ekki of breiðan.
2) Forðastu of mikinn texta á heimasíðu. Aðeins einn málslið.
3) Ekki nota undirstrikaðan texta. Það er bara fyrir tengingar.
4) Vertu frumlegur í tengingum.
5) Notaðu mismunandi letur til mismunandi þarfa.
Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001
Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008
Endir