Goldstein I

Umræða
Goldstein I

Killing the Messenger
100 years of Media Criticism
Edited by Tom Goldstein, 1989

Plutarchus: Menn í opinberu lífi eru ekki aðeins taldir ábyrgir fyrir opinberum orðum sínum og gerðum, heldur hefur fólk áhuga á öðrum málum þeirra, svo sem kvöldverðum, ástarævintýrum, hjónabndi og skemmtunum,.

Samuel Warren og Louis Brandeis
The Right to Privacy
Harvard Law Review, 1890.

Fyrrum veittu lögin aðeins vernd gegn líkamlegu tjóni og eignatjóni. Síðar var farið að taka tillit til hugsana og tilfinninga. Menn voru taldir hafa rétt á að vera látnir í friði. Ekki bara meiðyrðalög, sem úrskurða um heiður manna.

Venjulegt fólk á rétt á að ekki sé farið með einkamál þess á torg, t.d. með ljósmyndum. Slíkur réttur er til dæmis í Frakklandi og rúmast sennilega innan bandarísks réttar. Nokkur atriði skipta máli í þessu samhengi:

1. Einkalífsréttur bannar ekki birtingu efnis, sem varðar áhuga almennings.
2. Einkalífsréttur bannar ekki framsetningu efnis fyrir dómstóli.
3. Einkalífsréttur bannar ekki munnlegar upplýsingar um einkalíf.
4. Menn fyrirgera einkalífsrétti, ef þeir heimila sjálfir birtingu efnis.
5. Menn hafa einkalífsrétt, þótt um sé að ræða réttar fréttir.
6. Menn hafa einkalífsrétt, þótt illvilji hafi ekki ráðið útgáfu efnis.

William Allen White
Ritstjórnargreinar í The Emporia Gazette, 1901-1921

Ritstjóri, er ekki segir það, sem hann meinar, nýtur ekki virðingar.
Smáatriði glæpa, líflátsdóma, kynferðisglæpa, rána, ofbeldis á ekki að birta.
Beita á lögregluvaldi gegn slíkum birtingum.

Ef lesendur okkar vilja hneyksli hjónaskilnaða, verða þeir að lesa önnur blöð.
Við birtum fréttir af fylleríi manna, ef það gerist í annað sinn.
Við höfum sömu reglur um skilnað og um róna.

George Seldes
Freedom of the Press, 1935

George Seldes rekur í smáatriðum, hvernig miskunnarlaust var logið í pressunni.
Charles H. Lindbergh, Charles Lindbergh, La Follette, Upton Sinclair.
Allir þessir menn, er höfðu skoðanir, sem vefengdu félagslegan rétttrúnað fyrir stríð, voru skipulega ofsóttir af nánast öllum fjölmiðlum Bandaríkjanna.

Theodore Roosevelt
The man with the muckrake, 1906

Maðurinn með garðhrífuna horfir bara niður í ruslið og sér ekki gullkórónuna fyrir ofan sig, heldur bara áfram að raka. Hann er að vinna nauðsynlega vinnu, en aðeins þá, að hann geti litið upp og séð ljómann af góðum verkum manna.
Oft er saklausum mönnum blandað inn í uppljóstranir. Það gleður illmennin, þegar ráðist er á heiðarlegan mann. Ég er ekki að mæla með hvítþvotti, aðeins að gagnrýna skuggahliðar á skítmokstri.

Spiro Agnew
Speeches on the media, 1969-1971

Forseti Bandaríkjanna má ná beinu sambandi við fólkið, sem kaus hann, og fólk almennt má mynda sér skoðanir um ávarp forsetans, án þess að orð og hugsanir forsetans séu túlkuð af fordómum óvinveittra gagnrýnenda í millitíðinni.

Fámennur hópur manna, sennilega tólf akkerismenn, álitsgjafar og framleiðendur ákveða, hvaða 20 mínútur nái til almennings. Í framhaldsmálum verða þeir að dómforsetum. Þeir lifa í nábýli, lesa sömu blöðin og tala stöðugt saman.

Bandaríska þjóðin mundi ekki þola þessa samþjöppun valds hjá ríkisstjórninni. Efast má um þessa samþjöppun valds í höndum fámenns bræðralags manna, sem voru ekki kjörnir til neins og njóta samt einræðis á vegum bandarískra stjórnvalda.

Slæmar fréttir reka út góðar fréttir. Meiri fréttir eru í hinu órökræna en í því rökrétta í sjónvarpinu. Einn steinn í mósaíki verður öll myndin. Hvar er skipting frétta og skoðana í sjónvarpi, eins og hún hefur verið í dagblöðunum?

Fjölmiðlar segja, að ég sé að ógna þeim með því að setja fram gagnrýni, er ég má setja fram eins og hver annar borgari. Í “Hunger in America”, “The selling of the Pentagon” og í “Project Nassau” var mikið um falsanir og siðleysi.

Walter Lippmann og Charles Merz
A test of the news, 1920

Fréttir New York Times voru samfellt stórslys.
Almennt birti New York Times mjög villandi og rangar fréttir af rússnesku byltingunni. Fréttir voru markaðar af vonum blaðamanna, sem vildu, að Rússar yrðu áfram í stríði gegn öxlulveldunum, og trúðu flestu, sem þeim var sagt.

Fréttirnar sögðu, að Rússar mundu halda áfram stríðinu, að Kerenski mundi sigra keppinautana, að Kornilov hershöfðingi mundi taka við alræðisvaldi. Öll reyndist þessi trúgjarna von og bjartsýni vera úr lausu lofti gripin.

Þær sögðu, að Rússar væru að vinna bardaga við Þjóðverja og Austurríkismenn, að bolsjevikkar mundu halda áfram stríðinu, að hvítrússum gengi vel gegn bolsjevikkum. Allt var þetta úr lausu loftið gripið og það síðasta hlægilegt.

Clifton Daniel
National security and the Bay of Pigs invasion, 1966

Fréttastjóri við New York Times segir frá því, hvernig blaðið hætti við að birta frétt um rússnesku eldflaugarnar á Kúbu og útvatnaði fyrstu fréttina um fyrirhugaða innrás við Svínaflóa á vegum leyniþjónustunnar.

John Kennedy og Arthur Schlesinger héldu því síðar fram, að New York Times hefði getað stöðvað hina misheppnuðu árás við Svínaflóa, ef blaðið hefði neitað að verða við óskum stjórnvalda og haldið fast í ábyrgðarlausa birtingu.

Orvil Dryfoos útgefandi sá fyrir sér, að blaðinu yrði kennt um ófarir við Svínaflóa. Hann mælti gegn birtingu. Turner Catledge ritstjóri leitaði ráða hjá Scotty Reston, sem sagði bara, að ekki mætti birta nákvæma tímasetningu árásar.

Ted Bernstein og Lew Jordan fréttastjórar kvörtuðu við Catledge og vildu fá útgáfustjórann til að tjá sig. Hann gerði það og sú varð niðurstaðan, studd af Reston. Clifton Daniel var ósammála þeirri niðurstöðu og taldi birtingu réttari.

Will Irwin
The Amerian newspaper, 1911

Þetta er öld blaðamannsins. Einfaldar fréttir eru taugakerfi nútímans, grunnur almenningsálits. Áhugi okkar er í beinu hlutfalli við áhrif fréttar á okkar mál. Fréttir eru slúður um staðreyndir. Þessi öld kom með nákvæmar fréttir.

Blaðamaðurinn hefur sem heimildamenn fólk með óþjálfaðan huga og ófullkomin augu. Dragðu frekar úr en að bæta við.

1. Aldrei prenta upplýsingar, sem þú færð úr hópi vina.
2. Ekki skrifa neitt, sem viðmælandi þinn heimilar ekki.
3. Aldrei sigla undir fölsku flaggi.
4. Farðu aldrei of nálægt heimilinu. Fólk á oft um sárt að binda.

Ljósið lýsir upp myrkrið. Fram að því er óþrifnaðurinn ekki hreinsaður upp. Þeir, sem mest óttast ljósið, tala mest um æsiblaðamennsku. Blaðamenn eru oft sárir, þegar lagst er á fréttir þeirra vegna sambanda fólks við fjölmiðilinn.

Killing the Messenger
100 years of Media Criticism
Edited by Tom Goldstein, 1989

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé