Umræða
Goldstein II
Upton Sinclair
The Brass Check, 1919
Pressan er fölsk og huglaus, lætur viðskiptadeildir sínar og auglýsendur ráða.
Til greina kemur, að sveitarstjórnir eða ríki eigi dagblöð. Nú eru auðlindir heimsins í eigu stéttar og sú stétt hefur einkaleyfi á sjálfstjáningu.
Hugsið ykkur, ef dagblöð Bandaríkjanna segðu sannleikann í tíu daga. Sannleikann um fátækt og orsakir hennar. Sannleikann um spillingu í stjórnmálum og stjórnsýslu, um blaðamennsku og í viðskiptaheiminum.
Carl Ackerman
The challenge to the press, 1933
Gagnrýni á blaðamennsku
1. Salan ræður.
2. Einkalífsréttur rofinn.
3. Áróður í stað upplýsinga.
4. Yfirborðsfréttir og smáfréttir.
5. Ónákvæmni.
6. Pressan lætur stjórnast.
7. Glæpamenn verða hetjur.
8. Fyrirsagnir spegla ekki fréttir.
9. Eftirfylgni vantar.
10. Stjórnmálaöfl stýra pressu.
11. Salan ræður ferð.
12. Niðurgreiddur póstur.
13. Eigendur eru í öðrum greinum.
14. Falsaðar myndir.
15. Ritstjórar þola ekki gagnrýni. 16. Æsingur í stað þekkingar.
17. Almannatengsl voldug.
18. Órökrétt tekið fram yfir rökrétt.
19. Blöð eru til að dylja sannleikann.
Allt er þetta rangt, að minnsta kosti um mörg blöð. Spurning er um tabloid og tækifærismennsku þeirra og um góða siði og smekk blaðamanna. Flestir lesendur eru yfirborðskenndir. Oft er erfitt fyrir blöðin að fá allan sannleikann.
Blaðamenn eru yfirleitt áhugasamir og hafa not af gagnrýni, rétt eins og þeir, sem stunda aðrar sérgreinar. Mikil samkeppni er í blaðaútgáfu. Blaðamenn hafa þá sérstöðu, að þeir geta ekki falið verk sín, þau eru öllum sýnileg.
Theodore Roosevelt:
Ef vandræði koma fram, þegar ljósið er kveikt, er það ekki ljósinu að kenna, heldur misgerðum þeim, sem ljósið upplýsti. Það er hrein lygi hjá George Bernard Shaw, að blöð séu gefin út til að dylja sannleikann.
Robert Maynard Hutchins
Report of the Commission on freedom of the press, 1947
Skýrslan gagnrýndi ýmsar heilagar kýr blaðamennsku, til dæmis mótþróa hennar gegn gagnrýni. Ritstjórar afneituðu skýrslunni eða létu hana eiga sig. National News Council var stofnað 1973, en dó 1984 vegna skorts á áhuga og árangri.
1. Stjórnarskrárbundinn réttur blaða á einnig að ná til útvarps og kvikmynda.
2. Ríkisstjórninni ber að auðvelda nýjar útgáfur og nýja tækni.
3. Í stað laga um meiðyrði á að koma samkomulag um leiðréttingu á villum.
4. Afnema ber lög um bann við skoðunum, sem mæla með byltingu í stofnunum.
5. Ríkisstjórninni ber að upplýsa fólk, e.t.v. með eigin útgáfu.
6. Fjölmiðlum ber að viðurkenna ábyrgð sína á flutningi frétta og skoðana.
7. Fjölmiðlum ber að fjármagna tilraunastarfsemi á sínu sviði.
8. Starfsmenn fjölmiðla eiga að stunda gagnkvæma gagnrýni.
9. Fjölmiðlum ber að efla hæfni, sjálfstæði og virkni starfsmanna sinna.
10. Útvarpið þarf að taka stjórn á efninu og stýra auglýsingum eins og blöðin.
11. Félagasamtökum ber að efla fjölbreytni, magn og gæði fjölmiðlunar.
12. Stofna ber fjölmiðlaháskóla með rannsóknum og útgáfu.
13. Koma þarf á fót National News Council til að fylgjast með fjölmiðlum. Efna til ráðstefna. Benda á galla. Vernda minnihlutahópa.
Kanna lygar í blöðum. Meta gerðir stjórnvalda. Hvetja til háskóladeilda í blaðamennsku.
Joseph Pulitzer
The College of journalism, 1904
Bauð Columbia fé 1892 til að hefja nám í blaðamennsku, var hafnað. Gekk 1912.
Ritstjórar hafa almennt litið niður á menntun sem tilefni ráðningar blaðamanna. Blaðamenn hafa almennt litið á sig sem “generalista”, sem geti melt allt.
Sagt er, að blaðamaður sé fæddur blaðamaður, ekki gerður að blaðamanni.
Það er rangt, menn verða góðir blaðamenn af lærdómi í starfinu.
Hægt er að flýta fyrir því með því að koma á fóti góðri menntun blaðamanna.
Commission on civil disorders
The role of the mass media in reporting of news about minorities, 1968
Þetta var rannsókn, sem tengdist óeirðum svertingja í Bandaríkjunum 1967.
Þjóðin er skipt í tvennt, hvíta og svarta, aðskildar og ójafnar þjóðir.
Fjölmiðlar reyndu að skýra satt og rétt frá óeirðum. Oft var sjónarhóll hvítur.
Nefndin sundurgreindi fréttaflutning og komst að raun um hann var sannur.
Dæmi voru um, að fyrirsagnir gengu lengra en fréttir.
Einnig voru dæmi um, að kvikmyndagengi létu leika fyrir sig óeirðir.
Tilraunir til samkomulags um að þegja yfir óeirðafréttum minnkuðu ekki óeirðir.
Mistök stöfuðu oft af því, að blaðamenn trúðu upplýsingum opinberra aðila. Hvíta pressan endurspeglar viðhorf, hlutdrægni, áhugaleysi hvítra manna.
Svertingjar höfðu ekki áhuga á efni fjölmiðlanna, töldu þá hlut af hvítu valdi. Sökuðu blaðamenn um að birta fréttir einkum eftir yfirmönnum í lögreglunni.
Birtu ekki um falskar ákærur, lögregluofbeldi, hvíta ofbeldishópa, aðstæður.
Fjölmiðlar gera sér ekki grein fyrir nauðsyn áhuga á svertingjahverfum og á ráðningu svertingja í vinnu. Flest efni fjölmiðla tekur ekki tillit til, að hluti notendanna eru svertingjar. Fjölmiðla skortir sambönd í svörtum hverfum.
Ekki er nóg að ráða einn blökkumann á ritstjórn til málamynda. Mennta þarf blaðamenn í málum sveitarfélaga. Þjálfa þarf og ráða svertingja.
Margt má gera til bóta, en í heildina komu fjölmiðlarnir vel út úr óeirðunum.
Frederick Lewis Allen
Newspapers and the truth, 1922
Síðari heimsstyrjöldin með ritskoðun og áróðri sýnir okkur að vandinn er stór. Aðstæður fjölmiðlunar gera málefnalegan fréttaflutning oft erfiðan.
Aðalatriðið er, að það sem pressan segir vera staðreynd, sé það í rauninni.
Vitni hafa reynst vera óáreiðanleg. Stíll málsins getur falið í sér hlutdrægni. Oft er ekki auðvelt að meta, hvaða staðreyndir í máli skipti raunverulega máli.
Blaðamaður veit oft of lítið um málið. Er lítið menntaður. Oft of kærulaus.
Gallinn við gulu pressuna er ekki skandalar, heldur að hún skemmtir lesendum. Ekkert samsæri er í pressunni, aðeins að menn gera mistök sem annars staðar.
Eigendur hafa stundum lítinn áhuga á staðreyndum. Auglýsendur hafa ekki áhrif.
Blaðamannaskólar koma að gagni. Blaðamenn þurfa hærra kaup. Blaðamenn eiga að njóta meiri virðingar. Pulitzer verðlaun koma að gagni. Gagnrýni að utan þarf að taka alvarlega. Flytja þarf erindi um, hvernig skuli lesa dagblöðin.
John Hersey
The legend on the license, 1980
Nýja blaðamennskan hefur dregið úr áliti blaðamennsku. Það er yfirleitt skaðlegt að setja skáldsagnatækni inn í texta, sem þykist vera staðreynd.
Skáldsögur mega vera ósannar, en í blaðamennsku má ekki búa neitt til.
Tom Wolfe í The Right Stuff, Norman Mailer í The Executioner’s Song og Truman Capote í Handcarved Coffins, fara í mörgum atriðum með rangt mál og hreinar firrur. Bækur þessar hafa ekkert staðreyndagildi og skaða álit á blaðamennsku.
Nýja blaðamennskan setur höfundinn í þungamiðju, ekki málið, sem er til umræðu. Hún hefur þyrlað upp þoku við mörk skáldsagna og blaðamennsku. Hún stuðlar að ruglingi almennings. Blaðamaðurinn má aldrei búa til hluti.
Killing the Messenger
100 years of Media Criticism
Edited by Tom Goldstein, 1989
Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008
Hlé