Heilsa-Góðgerðir

Rannsóknir
Heilsa og góðgerðir

Félög, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, taka úr veltunni fé til rekstrarins. Hvað er það há prósenta? Keppa þau við skattskyld fyrirtæki? Sjálfseignarfélög, eru þau skattaskjól fyrir auðuga. Eru laun þar há, er stjórnendum lánað fé?

Salt Lake City og Alþjóða olympíunefndin. Stórfellt mútumál. Sveitaklúbbar og golfklúbbar. Fá nýbúar aðgang? Hvað tapar skatturinn miklu fé á góðgerðarfélögum og sjálfseignarfélögum og íþróttafélögum? 40 milljörðum dollara.

1. Skattskýrslur slíkra félaga.
2. Endurskoðaðir reikningar þeirra.
3. Málaferli.
4. Skattrannsóknir.
5. Vaskundanþágur.
6. Kennsluskýrslur skóla.
7. Yfirheyrslur þingnefnda.

Skátasambandið Bandaríkjanna: Kynferðisleg misnotkun í hundruðum tilvika. Látnir segja af sér og fóru í önnur skátafélög. Ekkert utanumhald. Mikið af málaferlum. Enginn skátahöfðingi hafði áhuga á málinu. Drengjum aftur óbeint nauðgað í réttarsal.

Góðgerðafélög. Halda eftir allt að 99% tekna. Söfnuðir eru “slumlords”. Félög utan hagnaðar hafa 7% vinnuafls í Bandaríkjunum. Hve mikið er lagt í kostnað við fjársafnanir? Prósentur málsaðila? Er allt sem sýnist í þessum félögum.

1. Hvaðan koma tekjurnar?
2. Hvert fara útgjöldin?
3. Hver eru systurfélögin?
4. Hver er heildarveltan?
5. Hver eru innherjaviðskiptin?

Stofnanir:
Skipta æ meira máli í fjármögnun stjórnmála. Auðugir gefendur nota þær. Sumar eru skattaskjól. Stundum er fjármagni velt milli stofnana. Sömu stjórnarmenn í mörgum stofnunum. Sumar starfa eins og bankar.

Safnanir:
Nota atvinnumenn, ekki sjálfboðaliða, sérstaklega í símasölu. Háar prósentur renna ekki til málefnisins, heldur í yfirbyggingu. Hvert rennur féð? Sjálfboðaliðar og starfsfólk gefa upplýsingar.

Mörg félög án hagnaðar haga sér eins og fyrirtæki. Þau hafa mikinn hagnað, greiða há stjórnendalaun, byggja skrifstofuturna, fjárfesta milljarða, hafa þrýstihópa í vinnu og nota stjórnmálanefndir til að kaupa pólitík. Keppa skattfrjálst.

Fá sjúklingar að vita, að þeir eru tilraunadýr lyfjaframleiðenda? Er fólk í þróunarlöndunum notað í tilraunir, sem ekki fást gerðar á Vesturlöndum? Lyfjaiðnaðurinn hefur verið einna mest rannsakaður á sviði heilbrigðismála.

Möguleikar eru víðar. Hvað eru forvarnir, hvernig eru þær stundaðar? Eru dvalarheimili aldraðra eins konar geymslur fyrir hálfdauða (Hafnarfj). Tryggingafélög og læknar hafa mikið lent í rannsóknum. Rangir lyfjaskammtar. Hliðarverkanir.

Sjúkrahús
Hver hefur eftirlit með sjúkrahúsum? Hvernig fer það fram? Er forgangsröðun útgjalda eðlileg? Er legutími sjúklinga eðlilegur? Eru sjúkrahúsin sumpart dvalarheimili? Er dánartíðni sjúklinga eðlileg?

Hvernig er eftirlit með einkaframtaki á þessu sviði? Einkaframtak er komið hér. Voru aðgerðir og rannsóknir raunverulega framkvæmdar? Voru þær nauðsynlegar? Eru reikningar til Tryggingastofnunar belgdir út? Hvað gera sjúkrahús úti á landi?

Deyja sjúklingar vegna geislunar? Hvernig er farið með sorp frá sjúkrahúsum. Hvar lendir það? Er rýrnun á geðbreytilyfjum? Hvernig er farið með mistök í lyfjagjöf? Hverjar hafa verið niðurstöður athugana á mistökum? Er þeim framfylgt?

Eru sjúkdómar á sjúkrahúsum? Hver er Landsspítalaveiran? Verður fólk veikt á sjúkrahúsum? Eru sjúkrastofur aðlaðandi eða fráhrindandi? Verður fólk að liggja frammi á gangi? Er skriffinska úr hófi á sjúkrahúsum?

Sjúkraflutningar:
Hver er biðtími eftir flutningi? Hvernig eru alvarleg tilvik meðhöndluð í sjúkrabíl? Hvað kostar sjúkraflutningur? Með þyrlu? Borgar rjúpnaskyttan.

Dvalarheimili:
Blaðamenn hafa gott af að rölta um dvalarheimili fyrir aldraða. Hvernig er öldruðum mismunað eftir dvalarheimilum? Er ferilskrá starfsfólks rannsökuð, eru þær réttar? Hvert er hlutfall umönnunarfólks á hverjum stað?

Geðsjúkrahús:
Hvernig er farið með geðveila? Fá þeir pláss á sjúkrahúsi? Hvernig er menntun þeirra, sem með þá fara? Eru úrelt tæki enn í notkun? Er litið á geðveilu sem óæðri sjúkdóm? Tekur ríkisvaldið minni þátt í kostnaði?

Heimahjúkrun:
Hvernig er eftirlit með henni? Er allt það gert, sem á að gera í heimsóknum? Er kostnaður meiri eða minni en kostnaður á dvalarheimili?

Lyfjaframleiðendur: Margir hafa skaðast á lyfjum. Taka fyrirtækin hættuleg lyf af markaði? Gera þau það í öðrum löndum? Eru viðvaranir nógu áberandi á umbúðum? Hvernig er verðlagið? Af hverju er auglýsinga og mútukostnaður hærri en rannsóknakostnaður?

Þegar blaðamenn skrifa um undralyf, vita þeir, hvað þeir eru að gera? Hafa þeir kynnt sér málavexti? Eru nýjar lyfjarannsóknir kynntar í fræðiritum, þar sem aðhald er með fullyrðingum, eða settar fram á blaðamannafundum, sbr. DeCode Genetics?

Er samband milli lækna og lyfjabúða? Hvað gera lyfjaframleiðendur fyrir lækna? Borga framleiðendur ferðalög, ráðstefnukostnað, gistingu, veitingar fyrir lækna? Geta læknar tekið óháðar ákvarðanir?

Læknar og skottulæknar:
Hver er staða kíropraktora og skottulækna utan við hefðbundnar lækningar? Byggjast aðferðir þeirra á vísindalegum grunni? Hver er staða lækna, sem reka fyrirtæki utan við heilbrigðiskerfið?

Tannlæknar:
Af hverju eru tannlækningar ekki í heilbrigðiskerfinu? Hvernig er eftirlit með þeim tannlækningum, sem eru greiddar af kerfinu? Draga þeir út of mikið af tönnum?

Heimildir:
Medline er uppspretta upplýsinga á vegum www.nlm.nih.gov. Þar rífast læknar og gera lítið hver úr rannsóknum annars.

Mikill áhugi er á heilsugæslu í Bandríkjunum. Sum blöð og stöðvar hafa sérhæfða blaðamenn á því sviði. Þar verða til sögur, sem geta verið viðkvæmar og vakið ýmsar tilfinningar. Því þarf að vanda þar sérstaklega til rannsóknablaðamennsku.

Kostnaður: Starfsfólk á heilsusviði er milli einkaframtaks og opinbers framtaks. Lítill hvati er til aukinnar hagkvæmni, því að tryggingarnar borga. Bera má saman sundurliðaða reikninga frá einni sjúkrastofnun til annarrar.

Hæfni: Erfitt er að meta hana. Eftirlitsaðilar eru með sjúkrahúsum og starfsfólki á heilsusviði. Fjölmiðlar geta tekið upp kvartanir almennings og reynt að sannreyna þær. Margar kvartanir reynast vera tilhæfulitlar, en aðrar ekki.

Stundum kemur í ljós, að starfsmaður á heilsusviði gerir aðra hluti en hann hefur leyfi til. Ennfremur er mikið af fólki og stofnunum, sem stunda skottulækningar eða aðra meðferð, sem kemur að einhverju leyti í stað hefðbundinna lækninga.

Viðskiptavinir skottulækna hafa oft mikla trú á þeim og neita að horfast í augu við staðreyndir. Sé amast við skottulæknum, rís þetta fólk upp og segir yfirvöld og fjölmiðla vera að ofsækja þá.

Dæmi um óhóflegan sparnað á sjúkrahúsi, þar sem húsverðir aðstoðuðu við uppskurði og reiknað var fyrir gjörgæslu, sem ekki var veitt. Blaðamaður notaði ýmis skjöl, svo sem eftirlitsskýrslur með aðstæðum, húsnæði og tækjum.

Einnig sjúkraskýrslur einstaklinga, með leyfi viðkomandi sjúklinga, sem voru ósáttir við þjónustuna. Ennfremur skrár um greiðslur frá tryggingastofnun. Gamlar símaskrár sýndu, hvar starfsemi hafði verið áður.

Eru tryggingasvik í gangi? Taka menn óhagstæðar tryggingar? Í Bandaríkjunum verja menn 12% tekna í tryggingar, meira í heilsutryggingar en í matvæli. Falsa menn örorku? Kveikja menn í? Tryggingafélög sæta ströngu eftirliti í Bandaríkjunum.

Eru sjóðir, sem tryggingafélög safna upp, óhæfilega miklir? Er íslenskt vandamál. Verða tryggingafélög gjaldþrota? Hvað gerist þá? Hver er prósenta tryggingamiðlara? Hafa þeir réttindi? Er fólki mismunað í tryggingagjöldum?

Heilsa og örorka:
Eru allir tryggðir fyrir heilsutjóni og örorku? Eru leigðir starfsmenn tryggðir? Eru nýbúar tryggðir? Eru einhver atriði undanþegin? Hafnar Tryggingastofnunin einhverjum greiðslum? Fá tryggingafélög að vita um vanheilsu?

Borga líftryggingar sig? Væri betra að leggja peningana í ávaxtaðan sjóð? Eru líftryggingarnar mjög háðar sveiflum markaðarins? Eru frjálsir lífeyrissjóðir veikir fyrir slíkum sveiflum?

Ná tryggingar til endurnýjunarverðs húsmuna eða bara til afskrifaðs verðs þeirra? Eru atvik fölsuð til að ná fé úr tryggingum? Talið vera 10% í Bandaríkjunum. Eru fáir aðilar með mikinn hluta tjóna? Var það fyrirséð?

Örorkubætur hafa leitt til svika. Menn vinna svart fulla vinnu á bótum. Öðrum er neitað um réttmætt örorkumat. Hvernig fer örorkumatið fram? Hverjir ráða því? Er svindlað þar? Halda örorkubætur áfram eftir að fullri heilsu er náð?

Sjá nánar:
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition 2002

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé